
Jarlinn hefur sent hóp af hugrökkum víkingum í leiðangur til að finna nýjar lendur. Þeir finna eyjaklasa sem er
ríkur af náttúruauðlindum. Jarlinn hvetur vikingana til að ná í þessar auðlindir.
En það er smá hængur á gjöf Njarðar; svæðið er þegar numið af villimönnum og heiðingjum. Yfirtakan þarf að gerast fljótt og örugglega, sama hvernig; með hernaði, viðskiptum eða með trúarlegri umbreytingu. Ef þér tekst að yfirtaka svæðin á friðsælan hátt, er jafnvel mögulegt að heiðingjarnir gangi til liðs við þig af fússum og frjálsum vilja.
Meðan á spilinu stendur reynir þorpið þitt að byggja upp nærumhverfi sitt með það markmið að ná betri árangri en andstæðingarnir. Uppfærðu byggingarnar til að bæta mennina þína og auka verðmæti auðlindanna.
Það eru svæði hér og þar um eyjarnar sem standa utan við þras og þrætur, en Þar getur þú selt afurðirnar þínar eða lært galdrarúnir sem þú getur nýtt þér.
Í lokin er það svo höfðuinginn sem hefur náð að byggja upp sem mest veldi og náð mestu gulli sem sigrar!

YFIRLIT
Bardagi: The Claim for Gold er ævintýraspil drifið áfram að spjöldum þar sem spilarar reyna að ná stjórn á svæðum sem gefur þeim aðgang að auðlindum. Spilið er fyrir 2 – 5 spilara, 10 ára og eldri. Spilið er spilað mismörgum umferðum allt eftir fjölda spilara. Spilatími er um 60 – 120 mínútur.
Hver og einn leikmaður stýrir hópi víkinga: berserk, goða eða kaupmanni. Þeir hafa víkingaskip til umráða sem þeir nota til að ferðast á milli hafna á eyjunum. Þessar vikingar eru svo notaðir til að ná yfirráðum yfir landsvæðunum í kring.
Leikmenn byrja á heimasvæðunum sínum. Í gegnum spilið reyna spilarar að ná yfirráðum uyfir nærliggjandi svæði til að nálgast auðlindir sem þar eru. Þegar þeir ná svæðunum á sitt vald þá fá þeir afurðrinar sem þar eru í hverri umerð á meðan svæðin eru í þeirra eign. Með þessum afurðun er hægt að fæða mannskapinn, reisa bygginar og stunda viðskipti. Stundum er jafnvel nauðsynlegt að ráðast í hernað til að ná verðmætum svæðum af andstæðingum.
Markmið spilsins er að ná eins miklu gulli og heiðri og hægt er innan spílatímans til að sigra spilið!
SPILABORÐ – SUMAR OG VETRARHLIÐ
Bardagi – The claim for gold er með tvö spilaborð, sumarborð (fyrir 2 – 5 spilara) og vetrarborð (fyrir 2 – 3 spilara).
Sumarborðið er með eina stóra eyju, ásamt nokkrum smærri í kring. Á borðinu má einnig sjá viðspitatöfluna og umferðarspíralinn.
Svæðunum á spilaborðinu er skipt niður í nokkur vsæði ; gullnámur (sem gefa gullpeninga), skóg(sem gefur timbur), stein námur (sem gefa stein), járn námur (sem gefa járn), haga fyrir kindur (sem gefa kjöt eða ull) og nautgripahaga (sem gefa skinn eða kjöt).
Kortið sínir líka heimabæinn þinn sem svæði litað í þínum lit, hafnir, þar sem Knerrinn byrjar og endar sínar sjóferðir, búðir herskárra villimanna, sem er hægt að taka yfir til að fá þá til liðs við þig til að bæta varnirar, heilög svæði, þar sem er hægt að læra rúnir sem geta hjálpað þér og smærri þorp sem er hægt að yfirtaka til að fá ferskan mannskap í liðið þitt. Sum svæði eru erfiðari að komast til sökum hárra fjalla sem er ekki hægt að klífa eða svæða sem eru heft með vatnsmiklum fljótum sem er einungis hægt að bara yfir á brúuðum svæðum. Svo þarftu skip til að komast á úteyjarnar.
Vetrarhliðin er með fleiri eyjar þannig að þar er meiri þörf á á nýta Knerrinn til að komast í auðlindirnar, sérstaklega á miðjueyjuna sem er rík af þeim.
Oftar en ekki getur skapast heilmikið kapphlaup að komast þangað á undan öðrum til að tryggja sér besta svæðið.
En það er auðvitað líka hægt að horfa einungis til nærumhverfisins. Endalausar ákvarðanir…
LEIKMANNABORÐIN
Leikmannaborðin sýna heimasvæðin þín á spilaborðinu, sem eru sýnd þar í þínum lit. Á leikmannaspjaldinu stýrir þú mannaflanum þínum, geymir afurðirnar sem þú aflar og færir virðingarstigin. Efst á borðinu er pláss fyrir afurðirnar þínar, hver með sitt eigið geymslupláss. Fyrir neðan er virðingarstigataflan sem þú færir upp eða niður eftir því sem þarf, en hún umkringir þorpið þitt.
UPPFÆRSLUR FYRIR BYGGIINGAR
Afurðirnar sem fást af landsvæðum er hægt að nota til að uppfæra byggingar. Kaupmaðurinn er sá eni sem getur uppfært byggingar. Byggingauppfærslur gefa virðingarstig og varanlega betrumbætingu á viðkomandi byggingu.
Uppfærslan getur haft áhrif á berserkinn, goðann, kaupmanninn eða knerrinn. Eða aukið afurðirnar og virðingarstigin sem fást í hverri umferð.
SPJÖLD OG LEIKPEÐ
Hver og einn leikmaður er með 4 leikpeð sem hann getur stjórnað og notað eins og hentað: Berserkur – notaður í bardaga á móti heiðingjum eða spilurum , goði – notaður til að umbreyta heiðingjum í þitt lið og kasta rúnum og kaupmaður sem getur keypt landsvæði af heiðingjum, stundað viðskipti og uppfært byggingar. Til að stýra peðunum þarf að velja spjald sem tengist viðkomandi peði.
Leikmenn velja hvaða aðgerð þær ætla að gera með viðkomandi leikpeði með því að velja spjald með mynd af peðinu. 6 spjöld eru valin í leyni. Hvert valið spjald táknar eina aðgerð fyrir viðkomandi leikpeð. Hægt er að blanda saman spjöldum eins og hentar.
Allir spilar velja aðgerðirnar sem þeir ætla að gera í viðkomandi umferð á sama tíma, þannig að það kemur ekki í ljós hvað hver og einn leikmaður ætlar að gera fyrr en það er komið að honum.
INNIHALD
Spilið inniheldur fjöldan allan af viðarafurðum og peningum, sem leikmenn safna meðan á spilinu stendur. Þessar afurðir eru notaðar í gegnum spilið til að ná sem mestu gulli í lokin!
MYNDASAFN
BARDAGI
Lagerhreinsun
Á meðan birgðir endast
Reglur í PDF
Nýjar og endurbættar reglur 2019
INNIHALD
- Tveggja hliða spilaborð – 75 x 50cm
- 5 leikmannaspjöld
- 5 sett fyrir leikmenn (gulur, rauður, grænn, blár & svartur), hvert inniheldur:
– 4 leikpeð úr plasti: berserkur, goði, kaupmaður & knerrir
– 24 spjöld, 6 af hverju leikpeði
– Merkingar úr plasti
– Stigatákn - Stórir peningar úr plast (5 gull)
- Litlir peningar úr plasti (1 gull)
- Afurðir, úr við:
-Timbur, járn, kjöt, steinn, skinn og ull - Runátákn
- Umferðartákn
- Reglubækur (Enska, þýska og Ítalska) – ónothæfar, vinisamlegast skoðið uppfærðar útgáfur.
AÐSTANDENDUR
Leikjahönnun:
Svavar Björgvinsson
Grafísk hönnun:
Valentina Scamardì
Leikjaþróun:
Svavar Björgvinsson, Luca Simeone, Martino Bellincampi, Stefano Tamascelli, Mauro Simeone
Gefið út 2015
UMSAGNIR
„Bardagi is beautiful and adds a fun take on area control and resource management. It bears a steep learning curve, but levels out once you understand it, making it worthwhile for a group that favors complex player interaction and board control (Total score: 8.1 / User score: 8.4)“ – Geeks under Grace
“ I really like the art style in this one. The central island map that you’ll be fighting over is gorgeous. Check it out.“ – Mike Minutillo, BGG – Kickstarter Weekly summary blog.
„A gorgeous game !! Fantastic artwork, beautiful miniatures, a Viking theme that I love, …Really need to check this out !!!!“ – Dirk Rieberghs, BGG – Stresses for Essen geek list.