fbpx

Í upphafi tímans var eyjan sköpuð. Tilvist hennar var í jafnvægi við allt. Einn af öðrum risu vættirnir úr djúpinu, skapaðir úr frumefnunum fjórum: eldi, jörð, lofti og vatni. Vættirnir döfnuðu í jafnvægi við frumefnin, í friði og sátt. Eftir tíma velmegunar, urðu frumefnin eirðarlaus og rufu jafnvægið á eyjunni, þar sem hvert og eitt þeirra vildi ná yfirráðum. Vættirnir voru þvingaðir í felur og óreiðuástand tók við.

Kjarni eyjunnar sjálfrar barðist á móti óreiðunni, en eftir því sem ofbeldið og eyðilegging frumefnanna jókst, byggðist upp meiri náttúruleg orka. Að endingu losnaði um orkuna og við það sköpuðust verndararnir. Þeirra
hlutverk var að koma aftur á jafnvægi milli náttúruaflanna þannig að þau næðu aftur getu til að endurskipuleggja eyjuna og koma á stöðugleika. Þá fyrst gátu vættirnir komist aftur heim á eyjuna.

Hver og einn verndari fékk líka það hlutverk að ná stjórn á einu frumefni og sá verndari sem bestum árangri næði yrði gerður að yfirverndara eyjarinnar.

Fá eintök eftir, fyrsta prentum nánast uppeld.

Reglur í PDF

YFIRLIT

Mythical Island er reita og spjaldaspil fyrir 2 – 4 spilara, 8 ára og eldri. Í spilinu draga spilararnir spjöld sem sýna vætti og mynstur sem þarf að endurskapa á spilaborðinu, með því að endurraða landslagsreitum.

Spilararnir taka verndarann sinn (peðið) á ferð um landið, þar sem þeir þurfa að breyta landslaginu þannig að það passi við mynstrið á vættarspjaldinu. Þegar mynstrið er orðið eins, þarf að færa verndarann á einn af landslagsreitunum, virkja spjaldið og fyrir það fást stig í lokin á spilinu.

Allir vættirnir í spilinu eru byggðir á íslenskum og norrænum sögnum, þeirra er getið í Mythiopedia bæklingnum sem fylgir spilinu. Landslagsreitirnir byggja á íslensku landslagi. Spilið er spilað þar til ákveðinn fjöldi vættarspjalda hefur verið virkjaður, samkvæmt fjölda spilara. Þá eru stigin talin og sá verndari sem hefur hlotið flest stig vinnur.

YFIRLIT

Eyjan dularfulla er handahófsuppröðun af landslagsflísum. Uppröðin fer eftir fjölda leikmanna, en það má líka raða henni upp hvernig sem er svo framarlega að eyjan verði ekki minna en 4 reitir á hæð eða breidd. Það er því auðvellt að aðlaga spilið að ratkmörkuðu spilasvæði.

LANDSLAGSFLÍSARNAR

Landslagsflísarnar eru byggðar á raunverulegu íslensku landslagi:

Loft = frá Hengillssvæðinu
Jörð = frá svæðum nærri Þingvöllum
Eldur = Holuhraun 2014
Vatn = Skogafoss

Hver og ein landslagsflís sýnir líka frumefnið sem hún tilheyrir.

Meðan á spilinu stendur þá reyna spilarar að endurraða landslaginu á borðinu þannig að það passi við mynstrið sem er sýnt á vættarspjöldunum.

VERNDARARNIR

Það eru 8 mismunandi verndarar í Mythical Island; 4 eru byggðir á landvættunum 4 og hinir 4 eru tengdir íslenskum sögnum og norrænni goðafræði.

Hver og enn verndari er með sérstaka einginleika sem spilarargeta nýtt sér í gegnum spilið.

VÆTTIRNIR

Vættarspjöldin eru í 4 flokkum og það eru 7 vættir og verur í hverjum flokki. Allar verurnar og vættirrnir eru byggðir á íslenskum þjóðsögum eða sögnum úr norrænni goðafræði.

Upplýsingar um hvern og einn þeirra er hægt að finna í Mythiophedia blöðungnum sem fylgir spilinu.

RAHDO ROUND UP – stutt yfirlit og álit á leiknum

MYNDASAFN

INNIHALD

  • 60 landslagsflísar 50 x 50 mm
    (13 loft-, 13 jörð-, 13 eldur-, 13 vatn- & 8 norðurljósaflísar)
  • 4 verndaraspjöld, með verndara á baðum hliðum
    (88 x 58 mm)
  • 28 vættir og verur (88 x 58 mm)
  • 20 bónusspjöld
  • 4 leikpeð (blár, rauður, grænn & grár)
  • 16 leikmannatákn, 4 í hverjum lit
  • 16 bls reglubók á ensku
  • 16 bls reglubók á íslensku
  • 12 bls Mythiopedia blöðungur

AÐSTANDENDUR

Leikjahönnun:
Svavar Björgvinsson

Leikjaþróun:
Svavar Björgvinsson &
Monika Brzková

Grafísk hönnun:
Thalia Brückner

Útgefið í október 2019

Finnið okkur á BGG