
Rally er kappakstursleikur þar sem leikmenn reyna að verða fyrstir til að komast á endan á rallystikunni og vinna keppnina! Leikmenn keppa á milli bæja um allt land, þar sem þeir afhenda áfangastaðarkortin til að fá pening og Rally stig.
Á leiðinni þurfa leikmenn stundum að draga rallýspil. Sumir eru heppnir og fá aukastig eða peninga en aðrir tapa einhverju.
Hraði og spenna frá upphafi til enda! Hver verður fyrstur?
Reglur og spil í leiknum eru bæði á íslensku og ensku!
Gefið út 2012

YFIRLIT
Rally er hratt kappakstursspil þar sem hver og einn leikmaður er með sinn eiginn einstaka bíl. Engir tveir eru nákvæmlega eins. Þeir eru mismunandi að eiginleikum, sumir fara hraðar á meðan aðrir gefa fleiri stig í grunninn. Í upphafi þá fá leikmenn 3 leiðarsjöld. Markmiðið er að komast á staðin sem er sýndir á spjaldinu og þegar þangað er komið, þá er spjaldið sýnt og spilarar fá penning og stig samkvæmt spjaldinu. Eftir því sem spilarar safna meiri peningum, þa´geta þeir keypt uppfærslur fyrir bílinn sem gerir þeim kleift að fá fleiri stig, fara hraðar, eða jafnvel fara fjallaleiðir sem annars eru lokaðar. Það styttir leiðina á milli landsvæða að fara fjallaleiðirnar. Sigurvegarinn er sá spilari sem er fyrstur að komast yfir endamarkið, en spilarar geta spilað uppá hverjir verða næstir í röðinni kjósi þeir svo.
SPILABORÐIÐ – BÆJIR VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ
Spilaborðið sýnir rallystikuna, þar sem spilarar merkja við stigin sem þeir fá þegar þeir ná á sýndan áfangastað á leiðaspjaldinu. Spilaborðið sýnir ísland og nokkra helstu þéttbýlisstaði. Víðsvegar á „veginum“ eru tákn og ef spilarar kjósa að enda sína umferð þar þá geta þeir dregið rallýspjöld. Sum eru góð en önnur slæm. Á borðinu má líka finna svæði þar sem uppfærslurnar eru geymdar og kostnaðurinn við þær syndur. Leiðarspjöld og rallýspjöld hafa líka sín svæði á spilaborðinu.
INNIHALD
Rallýbílar: Hver og einn spilari er með sinn bíl sem fer mismunandi hratt og gefur mismörg stig. Spilararnir færa trébílinn sinn um veginn, samkvæmt færslutölunni sem er sýnd á bílaspjaldinu, 3 – 7 reitir. Þegar spilarar komast á áfangastað, þá sýna þeir leiðarspjaldið og fá rallýstig (svartur punktur) og peninga (rauður punktur) eins og sýnt er á spjaldinu.
Leiðarspjöld: Sýna spilurum hvert þeir eiga að fara. Spilar fá stigin og peningana sem eru sýnd. Ef áfangastaðnum var náð með sérstökum hætti eins og sýnt er á spaldinu (t.d. frá fjallaleið) geta spilararnir fengið bónus.
Rallýspjöld: Eru dregin þegar spilarar kjósa að enda sína umferð á reitunum. Spjöldin ýmist hjálpa eða refsa. Spjöldin eru um 70 / 30 góð eða slæm.
Uppfærslur: Þegar spilaranir hafa safnað ákveðnum upphæðum, þá geta þeir keypt sér uppfærslu. Kostnaðurinn er sýndir á spilaborðinu. Með uppfærslum fara spilarar hraðar eða þeir fá meiri pening.
RALLY
Lagerhreinsun
Á meðan birgðir endastReglur á
INNIHALD
- Spilaborð, 75 x 50 cm
- 5 leikmannasett í gulu, grænu, svörtu, rauðu og grænu. Hvert sett inniheldur:
– Bílaspjald
– Trébíl
– Stigatákn - 1, 5 & 10 Rally peningar
- Leiðarspjöld
- Rallyspjöld (íslenska / enska)
- Uppfærslur, 5 af hverju:
– 4 x 4 dekkjauppfærsla
– Rallýdekkja uppfærsla
– Stiga uppfærsla
– Vélauppfærsla - Reglur (íslenska / enska)
AÐSTANDENDUR
Leikjahönnun:
Svavar Björgvinsson
Grafísk hönnun:
Svavar Björgvinsson
Gefið út 2012