fbpx

Epískar sögur … dásamlegar ástarjátningar … minningar um fallna kappa … dýrð hetjulegra kvenna … eða annað sem þarf að rista.

Við munum rista það fyrir Jarlinn sem er tilbúinn að borga fyrir vinnuna og láta það standast tímans tönn. Mikill rúnasteinaakur hefur verið reistur fyrir framan okkur, rúnirnar hafa verið forristaðar með kolum og bíða nú bara meitla okkar, verkfæra og færni til að klára ristina.

Við stefnum að því að verða merkasti og þekktasti rúnaristarinn eftir yfirstandandi vinnutímabil.

Megi merkasti rúnaristarinn vinna!

Til á lager!

„This delivered so much more gameplay then we expected. Really brilliantly done, really solid and satisfying set collecion. Really fun pattern matching game!“

* Rahdo Runs though, You tube *

YFIRLIT

Runir er fljótspilað teningaspil fyrir 2 – 4 leikmenn, 8 ára og eldri. Spilatími er um 10 mínútur á hvern leikmann. Í spilinu þá er hver og einn leikmaður með sína orku (kristallar) sem leikmenn nota til að rista rúnasteina, út frá verkfærunum sem eru í boði í umferðinni (teningakastið) eða til að nota á aðstoðarsvæðunum.

Fyrir hverja rún sem þú þarft að rista þarftu að hafa rétta verkfærasamsetningu; teningakastið þitt. Teningarnir tákna verkfærin sem þú hefur úr að velja á þessi vinnutímabili.

Þú þarft að finna samsvarandi rúnatexta (tákn á rúnasteinunum á spilabroðinu) sem passa við verkfærin sem þú ert með (útkomuna á teningakastinu). Ef þú ert ekki með rétt verkfærin, þá hefurðu tækifæri til að fá önnur verkfæri á aðstoðarsvæðunum.

Ef rúnaristarinn nær að framfylgja óskum Jarlsins um forgangsröðun, þá getur hann heimsótt stórsalinn og fengið umbun og hrós frá Jarlinum.

Þegar einhver leikmaður hefur notað alla orku sína, þá er spilinu lokið og sigin talin. Sá leikmaður sem hefur mestan heiður vinnur og verður Rune meistari.

LEIKMUNIR

SPILABORÐ – 6 horn sem er hægt að púsla saman við miðstykkið

Öll spjöld eru beggja hliða,en aðeins er notast við 4 þeirra í hverju spili. Þau eru öll frábrugðin þannig að það er mikill fjölbreytileiki á milli spila. Hornin 4 eru valin með teningakasti. Taktu horn sem er með samsvarandi tákn og er á teningnum, kastaðu aftur eftir þörfum þar til þú ert með 4 mismunandi rúnar á 4 borðum. Það er líka hægt að grípa einhver fjögur af handahófi. Tengdu hornin 4 saman við miðjustykkið.

Teningar – 6 x 6D HVÍTIR TERFIR + 4 x 6D SVARTIR TERFIR MEÐ FUTHARK RUNE TáknKRISTALAR – 48 x orkukristallar og 4 x leikmannatáknBOX – Stórsalurinn er innaní lokinu og það má nota kassann fyrir teningakastiðEf kröfum jarlsins er uppfyllt geta leikmenn heimsótt stórsalinn og fengið umbun og viðbótar heiður frá jarlinum

Ef leikmaður finnur samsvarandi tákn á rúnasteinunum á borðinu og eru á teningunum, þá merkir hann steininn með orkukristalnum og tekur greiðsluna. Leikmenn taka pening í sama lit og rúnasteinnin sem var ristur; bronspeningur er greiðsla fyrir bronsstein, silfur er greiðsla fyrir silfurstein og gullpeningur er greiðsla fyrir gullstein.Spilarar geta fengið sérstaka umbun ef þeir klára það sem jarlinn setur í forgang:

 • Galdrastafir
  Verndar eða hjálpar.
 • VÖRUR
  Almennar vörur.
 • LÖF FRÁ JARL
  Jarlinn er ánægður með vinnuframlagið og býður þér að skála í mjöð.YFIRLIT YFIR SPILIÐ OG INNIHALD

MYNDAGALLERÍ

FÁANLEGT Í NÆSTU VERSLUN

INNIHALD

 • Kassi með segulopnun (215x135x50 mm)
 • 6 x horn + 1 miðjustykki
 • 10 x 6d teningar með Futhark rúnatáknum – 16mm
 • 60 x peningar (2×10 – brons, 2×10 silfur, 2×10 gull) – 25mm umferð
 • 48 x orkukristallar (4 x 12 kristallar í
  4 litum- 8 – 12mm)
 • 4 leikmannatákn (1 fyrir hvern leikmann)
 • 21 verðlaunatákn (7 rúnir, 7 vörur
  og 7 hrós)
 • 1. byrjunarleikmansstákn
 • 1 x ensk reglubók, 1 x íslensk reglubók

AÐSTANDENDUR

Leikjahönnun:
Svavar Björgvinsson & Monika Brzková

Leikjaþróun:
Svavar Björgvinsson &
Monika Brzková

List & teikningar:
Thalia Brückner

Grafísk hönnun:
Svavar Björgvinsson

Fyrst gefið út í nóvember 2020, önnur útgáfa október 2023

Finnið okkur á BGG