fbpx

Um okkur

Spil og leikir hafa verið ástríða þeirra sem standa á bakvið Gamia games í langan tíma. Gamia games er samansafn tengslaneta og hrárrar leikjaorka þar sem margir mismunandi hæfileikar og einstaklingar koma saman til að skapa eitthvað sérstakt og einstakt.

Við höfðum sýn um vettvang þar sem við gætum frjálst kannað og gert tilraunir með áhugaverðar hugmyndir og aðferðir. Við stofnuðum Gamia games árið 2015 til að uppfylla þessa sýn.

Markmið okkar er að búa til krefjandi, frumleg og einstök borðspil fyrir margskonar leikmannahópa. Við erum líka að skoða með nýjar leiðir til að taka stafræna tækni og sýndarheims nálganir inn í leikjahönnunina, þar sem það á við.

Leikir sem eru þróaðir og framleiddir af Gamia games eru hannaðir af íslenska leikjahönnuðinum Svavari Björgvinssyni, stundum í samvinnu við aðra hönnuði.
Gamia games er skráð vörumerki, í eigu Svavars Björgvinssonar.

SAGAN Á BAKVIÐ ÞRENNUNA…

Við erum 2 vinir, Monika, kona frá Tékklandi sem býr á íslandi og Svavar, Íslenskur leikjahönnuður sem á rætur að rekja aftur á víkingatímann. Monika hefur komið nokkrum sinnum til íslands frá árinu 2016, en saga okkar hefst í mars 2018, þegar Monika ákvað að flytja varanlega til íslands til að elta draum sinn um að setjast að í landinu sem hún hafði fallið fyrir. Á nýjum vinnustað kynntist hún Svavari.

Dag einn í maí barst spjallið að sameiginlegri ást okkar af íslenskri náttúru og menningarhefð, það væri áhugavert að vinna einhvað með það. Svavar var með einhverjar hugmyndir af spilum í kollinum, en honum vantaði þema til að vinna út frá og Moniku langaði að skapa einhvað áþreifanlegt fyrir ferðamenn til að endurvekja minningar um ísland, löngu eftir heimkomuna. Verkefni hafði orðið til; rammi og þema utanum spilahugmyndina hans Svavars og áþreifanleg vara fyrir upplifunina hennar Moniku. Vinna byrjaði við Mythical Island í september 2018.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, Mythical Island kom út í október 2019, Rúnir leit dagsins ljós í nóvember 2020 og þriðja verkefnið í sömu seríu er í stöðugri og öruggri þróun með áætlaða útgáfu í október 2021.

Þrír, sem er vinnuheiti seríunnar, er spilaþrenna sem tengist á einn eða annan hátt við íslenska sagnahefð eða menningu. Verkefnin eru öll unnin af sama teyminu að öllu leyti. Síðasta spilið í þrennunni, sem gengur undir heitinu Vedur, mun líka virka eins og samansafn smárra viðbóta fyrir hin spilin tvö, Mythical Island & Runir, sem mun bæta við nýjum eiginleikum við spilunina á þeim spilum.

Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá ákveðnum sagnfræðilegum grunni enda hefur farið fram heilmikil heimildavinna og gagnaöflun á öll síðustu spil. Spilin sjálf eru samt sem áður allgjör skáldskapur, þótt ákveðnir þættir séu byggðir á þessari heimildavinnu.

Við erum með fjölmargar hugmyndir í gerjun og okkur hlakkar til að að deila með ykkur þegar fram líður, en þangað til munið að…

Life is a game, never stop playing…