fbpx

Sjáandi jarlsins hefur fallið frá eftir langa og gæfuríka þjónustu. Jarlinn er nú óviss um
framtíðina og allar þær áskoranir sem framundan eru. Án sjáanda er ómugulegt að gera ráðstafanir gegn því sem koma skal, það verður að finna nýjan sjáanda. Boð eru látin ganga um að leit sé hafin að eftirmanni. Nú þurfa spámenn þorpana að sýna mátt sinn og megin til að komast til metorða hjá jarlinum.

Ný áskorun hefur verið sett fram; sá spámaður sem getur spáð sem réttast um veðrið næstu vikurnar mun verða nýr sjáandi jarlsins. Gæfa og heiður þorpsins er í húfi, hver mun fá heiðurinn?

 

Vedur

Vedur er aðgerða og kortaspil fyrir 2-4 spilara, 14 ára og eldri, einfaldari útfærslu er hægt að spila með yngri spilurum. Það eru tvær útgáfur af spilinu, grunnútgáfa og flóknari útgáfa. Spilatíminn er um 10 mínutur á hvern leikmann í einfaldari útgáfunni, en um 20 mínútur á hvern leikmann í flóknari.

Í spilinu, þá taka leikmann að sér hlutverk eins af 4 spámönnum þorpana sem hver og einn hefur sínar eigin aðferðir við að safna saman upplýsingum með það að markmiði að birta öflugustu spánna fyrir komandi veður.

Spámennirnir heimsækja þorpsbúana í leit að táknum og fyrirboðum sem þeir geta svo nýtt sér til að birta spádóma sína. Aðferðirnar hafa borist frá fyrri kynslóðum; aðferðir sem fáum útvöldum hefur verið treyst fyrir; sumar þeirra gefa spámönnunum kleift að tengjast beint við aðrar víddir og heima sem gefa þeim nýjar sýnir. Jarlinn mun fylgjast vel með öllu, því í lokin mun það bara verða einn sem mun hljóta þann heiður að verða hinn útvaldi.

 

YFIRLIT – GRUNNSPIL

Reglur í PDF

INNIHALD

 • Kassi með segulopnun (215 x 135 x 50 mm)
 • 2 miðjuborð, með götum fyrir kubba og teninga
 • 4 tvíhliða leikmannaborð
 • 4 persónuspjöld með upplýsingum
 • 4 x 12 byrjunarspil, í 4 litasettum
 • 4 x 8 kubbasett, í 4 litum
 • 4 x sett af stigatáknum og aðgerðatáknum, í 4 litum
 • 46 veðurspjöld
 • 44 Elixir spjöld
 • 24 veðurflísar
 • 6 x sérhannaðir D6 teningar
 • 1. upphafsleikmannaspil
 • 1 x ensk reglubók
 • 1 x þýsk reglubók

Finnið okkur á BGG

Veldu eina aðgerð

Í hverri umferð leikmanns þá verður hann að velja 1 af 3 mögulegum aðgerðum:

 • Draga spil úr sameiginlegum dráttarbúnka
 • Leggja niður spil á miðjureitinn undir flís með passandi veðurtákni 
 • Blanda af hvoru tveggja

Spilarar þurfa að velja nýja aðgerð á milli umferða; þ.e. ekki er hægt að nota sömu aðgerðina tvisvar í röð.

Klára veðurflís

Allir spilarar geta tekið þátt í að klára hvaða veðurflísar sem er. Veðurflís telst tilbúin þegar flísin er með öll nauðsynleg veðurkort undir (2-4 kort). Þegar einhver veðurflís hefur verið kláruð, þá fá allir þeir spilarar sem tóku þátt í klára flísina, með því að leggja 1 eða fleiri af spjöldunum sínum undir, stig (s). Leikmaðurinn sem kláraði flísina fær hins vegar einn bónussinn á teningnum fyrir ofan fl+ísina sem var kláruð.  

Fylltu aftur á höndina

Í lok leikmanns fyllir leikmaðurinn aftur hönd sína (ef færri en 5 spjöld á hendi) úr dragbúnkanum sínum. Ef hann tæmist þá er kastbúnkinn stokkaður og nýr dragbúnki gerður. Næsti leikmaður til vinstri geir næst.

Leikslok

Leikurinn endar þegar ekki er hægt að fylla á nýja veðurflís sem hefur verið kláruð. Spilið áfarm upp að upphafsleikmanni.

Þá eru stigin talinn; stigin á spjöldunum sem liggja, plús 1 stig fyrir hverja veðurflís sem var kláruð. Sá sem fær flest stig verður nýr sjáandi jarlsins!

HELSTU AÐGERÐIR

HEIMSÆKIÐ SALINN

Spilarar draga 3 spil úr almenna búnkanum og setja á hendi.

Hámarksfjöldi spila sem hægt er að hafa í hendi hverju sinni er tvöföld grunnhendi eða 10 spil. Þeas ef leikmaður er þegar með 9 spil í hendi, getur hann aðeins dregið 1 í viðbót.

HEIMSÆKIÐ STOFUNA

Spilarar draga 2 spil úr almenna búnkanum og setja á hendi.

OG

Spilarar leggja niður 1 eða 2 spil frá hendi á miðjuborðið undir passandi veðurflís.

HEIMSÆKIÐ HOFIÐ

Leggið niður allt að 4 spil á miðjuborðið, undir passandi tákn á veðurflísum, getur verið 1 eða fleiri. Merkið með kubb í ykkar lit til að sýna.

Þegar veðurflís klárast (allir 4 kubbarnir komnir) þá fá allir leikmenn sem settu 1 eða fleiri af spjöldunum sínum undir stig.

YFIRLIT – FLÓKNARA SPIL

Í flóknara spilinu, þá taka leikmenn að sér hlutverk sjáanda þorpsins.  Markmið þeirra er að gera öflugustu veðurspárnar til að verða valinn sem næsti sjáandi. Sjáendurnir nýta spádómseiginleika til hins ýtrasta, auk þess sem þeir tengja sig við hulinn orkuheim spávera sér til aðstoðar. Að lokum er það þó bara einn sem verður verðugur til að verða valinn sem nýr sjáandi jarlsins.

Veldu eina aðgerð, PLÚS eina valfrjálsa orkuaðgerð

GRUNNAÐGERÐ
Grunnaðgerðirnar eru svipaðar og í grunnspilinu, nema í stað þess að draga spjöld þá þurfa leikmenn að kaupa spjöld af markaðnum og borga með stigunum sínum.

Orkuaðgerð

Þar að auki, þa´hafa leikmenn aðgang að 7 orkuaðgerðum sem tengist orkuverunni þeirra. Þetta er valfrjást og hægt að gera á eftir eða undan grunnaðgerðinni. 4 af aðgerðunum eru eins á milli allra;

 • Eyða 1 – 3 spilum úr hendi og draga 1- 3 ný spil úr hendi
 • Skoðaðu kastbúnkann (þangað sem öll ný spjöld fara) og veldu 2 til að setja á hendi
 • Stokkaðu saman drag- og kastbúnkann þinn til að gera nýja dragbúnka
 • Endurnýjaði öll spjöld á markaðnum

Að auki hefur hver og einn sjáandi 3 aðgerðir sem eru einstakar fyrir hvern og einn sjáanda. 

ELIXIR SPJÖLD

Í flóknara spilinu bætast líka við Elixir spjöld (drykkir og seiði sem þeir drekka til að fá skerpu eða til að komast í tengingu við orkuheiminn). Þetta eru fríar aðgerðir sem bæta stöðuna, kortunum er eytt eftir notkun.

Aðrar aðgerðir eins og í grunnspilinu

Ef veðurflís hefur verið kláruð, þá fá þeir sem tóku þátt stig. Sá sem kláraði fær bónusinn.

Fylltu aftur á höndina
Í lok leikmanns fyllir leikmaðurinn aftur hönd sína (ef færri en 5 spjöld á hendi) úr dragbúnkanum sínum. Ef hann tæmist þá er kastbúnkinn stokkaður og nýr dragbúnki gerður. Næsti leikmaður til vinstri geir næst.
Leikslok

Leikurinn endar þegar ekki er hægt að fylla á nýja veðurflís sem hefur verið kláruð. Spilið áfarm upp að upphafsleikmanni.

Þá eru stigin talinn; stigin á spjöldunum sem liggja, plús 1 stig fyrir hverja veðurflís sem var kláruð. Sá sem fær flest stig verður nýr sjáandi jarlsins!

HELSTU LEIKMUNIR

MIÐJUBORÐIÐ

Miðjuborðið er þar sem veðurflísarnar eru lagðar niður í uppsetningu, samkvæmt fjölda spilara. Veðurflísarnar á borðinu sýna veðrið sem er væntanlegt. Til þess að uppfylla veðurspádóminn verða veðurtáknin á spilunum sem eru löggð undir að passa við veðurtáknin á veðurflísinni. Þegar leikmenn leggja niður veðurspjald þá leggja þeir niður kubb í sinum lit, bæði ti lað sýna eingarhald á spilinu sem og að merkja að 1 af 4 táknum hefur verið klárað.

LEIKMANNABORÐIN

Leikmannaboðrin sýna yfirlit yfir heimabæi leikmanna, nöfn bæjanna má sjá á grunnhliðinni. Grunnhliðin sýnir grunnaðgerðirnar 3. Dragbúnkinn er v-megin og kastbúnkinn h-megin.

Hin hliðin er notuð í flóknari útgáfunni, að neðanverðu eru grunnaðgerðirnar þrjár sem verður að gera en að ofan eru þessar sjö valfrjálsu aðgerðir sem spilarar geta líka gert. 

STARTSPILIN OG VEÐURKORTIN

The 12 byrjun spil eru blanda af 6 mismunandi táknum veður, langur með Joker kort sem getur verið hvaða veður helgimynd. Hvert spil sýnir teikn efst í vinstra horninu. sem þarf að passa við sama táknið á veður flísar til að uppfylla þessi veður spá.

Talan efst til hægri er fjöldi stiga sem kortið gefur. Skjöldurinn neðst sýnir lit spilarans sem þetta spil tilheyrir, í þessu tilfelli blátt.

Algeng veðurkort (séð með svörtum spíraltákni í horninu) er hægt að nálgast í gegnum leikinn. Þeir sýna sömu veðurtákn, en stig þeirra eru hærri en grunnkortin. Sum spil eru einnig með tvöföldum táknum sem hægt er að nota á veðurflísum sem einnig hafa samsvarandi tvöfalt tákn.

ELIXÍR SPILIN

Elixir spjöldin eru einnota spjöld sem leikmenn geta notað hvenær sem er í sinni umferð til að fá öfluga aðstöð sem krefjast ekki aðgerðar. Þeim er hent við notkun.

Sum spjöldin er hægt að nota sem varanlega uppfærslu fyrir leikmenn, að hámarki tvö spjöld á hvern leikmann.

 

PERSÓNURNAR

Persónuspilin sýna mynd af persónunum sem hver leikmaður stjórnar meðan á leiknum stendur.

Nöfn þeirra eru fengin úr raunverulegum sögulegum eða goðsagnakenndum persónum úr íslenskum eða norrænum sögum.

AÐSTOÐARSPJÖLD - bakhliðin á persónunum

Aðstoðarspjöldin segja til um hvaða 7 aðgerðir hver og einn getur gert.

LEIKMANNATAKN, TENINGAR OG KUBBAR

Leikmannatáknin eru notuð til að velja þær aðgerðir sem spilarar ætla að gera í hverri umferð, með því að færa skjaldartáknið ofan á eina af grunnaðgerðunum og veðurtáknið ofan á þá orkuveru aðgerð sem þeir ætla að gera.

Stigamerkið er notað fyrir stigagjöfina á lokinu.

Kubbarnir eru settir niður vð hlið passandi veðutákna þegar spilarar leggja niður veðurspjald á miðjuborðið.

Þeir gefa til kynna eignarhald á spjöldunum sem og að 1 af 4 veðurtáknum hefur verið klárað. Leikmenn fá kubbana til baka þegar veðurflís er kláruð, spjöld sem voru notuð fara í kastbúnka leikmanns.

D6 teningarnir sýna bónusinn sem spilarinn fær þegar veðurflís er kláruð: beint 3 eða 4 stig, eða 2 stig fyrir hvert spjald leikmanns með skildi á eða 2 stig fyrir hvert spjald með spíral. Ef vel er planað, þá geta bónusteningarnir gefið fjölda viðbótarstig, fyrir utan stigin sem eru á spjöldunum. 

VEÐURFLÍSARNAR

Veðurflísarnar sýna mynd af veðrinu sem er að koma, ásamt táknum af þeim veðurtáknum sem þurfa að vera undir. Yfirleitt þurfa að vera 4 veðurspil undir með passandi veðurtákni til að klára veðrið; til að veðurspáin gangi eftir.

LOKIÐ

Á lokinu er stigataflan og reitir fyrir dragbúnkann og spjöld sem er eytt. Að auki eru reitir fyrir markaðinn í flóknara spilinu, þar sem leikmenn þurf að borga 0 – 2 stig fyrir spjöld sem þeir vilja fá. 

YFIRLITSMYNDBÖND OG KRÍTIK