fbpx

Vikings er stefnuleikur fyrir tvo til fjóra leikmenn, 10 ára og eldri. Leikurinn gerist á Íslandi á víkingaöld. Þú dregur að þér markmið og verður að vera fyrsti leikmaðurinn til að ná markmiðinu þínu til að vinna leikinn.

Til að verða næsti höfðingi Íslands verður þú að hernema sýslur, hafnir eða berjast um höfuðból andstæðinganna með Berserkinn þinn í fararbroddi! Leikmenn fá skatta frá sýslunum til að kaupa nýja víkinga eða berserki.

En það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, þar sem það eru takmörk fyrir þeim fjölda sem getur verið á hverju landsvæði svo þú verður að skipuleggja þig vel. Þú getur ferðast á skipunum, fundið galdrarúnir eða lent í háska.

Published in 2009

YFIRLIT

Í Vikings, spila spilarar sem ein af höfðingjaættunum sem uppi voru á Sturlungaöld.

Á þessum tíma var róstursamt á landinu og höfðingjar að berjast um yfirráðin.

Markmiðið í spilinu er að klára markmiðin 3 sem spilarar draga í upphafi spils eða sigra alla andstæðingana sína.

Spilarar yfirtaka sýslur í nágrenni við ættaróðalið og fyrir það fá þeir skattpening sem þeir geta notað til að kaupa sér fleiri hermenn eða sjósett skip.

Spilarar færa herinn sinn með því að hreyfa berserkinn (pinnastandur), en með honum eru hermennirnir (hringirnir).

Í kringum landið eru stígar sem leikmenn færa sig um, en sumar sýslur eru líka með hafnir sem leikmenn geta notað sér í hag. Það má nota hafnirnar til að koma andstæðingnum á óvart með því að koma aftan af þeim.

Á ferð um landið þá geta leikmenn freistað gæfunnar og dregið rúnaspjöld. Sum gefa lukku á meðan önnur geta skaðað herinn.

Spilaborð – Íslandskort Abraham Ortelius anno 1590Reglur á

INNIHALD

 • Spilaborð, 60 x 40 cm
 • Sett fyrir 4 spilara, gulur, rauður, grænn og blár. Hvert sett inniheldur:
  – 3 „Berserkur“ pinnastandur
  – Plastdiskar
 • Rauðir plasthringir, hver táknar 5 hermenn
 • Svartir plasthringir, hver táknar 1 hermann
 • 3 hvítir og 3 rauðir teningar
 • Gullpeningar
 • Markmiðaspjöld
 • Rúnaspjöld
 • Reglur (íslenska / enska)

AÐSTANDENDUR

Leikjahönnun:
Svavar Björgvinsson &
Sölvi Sturluson Snæfeld

Grafísk hönnun:
Svavar Björgvinsson

Samþykkt afrit af Íslandskorti Abraham Ortilius anno 1590

Gefið út af Sea-Sons ehf 2009